Þórisstaðir hafa verið í eigu starfsmannafélags íslenska járnblendifélagsins (STJÁ) undanfarna áratugi, en nýlega var jörðin seld til okkar hjónanna Sunnu Rósar Svansdóttur og Axels Helgasonar og búum við nú á jörðinni ásamt 3 börnum okkar.  

Undanfarinn ár hefur verið myndarlegur rekstur tjaldstæðis og viðburðaþjónustu á Þórisstöðum en ekki hefur verið tekinn ákvörðun um áfrahald þess rekstrar, nema að tjaldvæðið niðri við vatn verður opið næsta sumar

Við munum áfram bjóða upp á munageymslu að Þórisstöðum og munu þeir hafa forgang á geymslupláss sem voru með pláss veturinn 19/20.

En til að tryggja sér pláss fyrir veturinn 20/21 biðjum við aðila um að skrá sig á eyðublað í hlekknum hér.