Þórisstaðir hafa verið í eigu starfsmannafélags íslenska járnblendifélagsins (STJÁ) undanfarna áratugi, en nýlega var jörðin seld til okkar hjónanna Sunnu Rósar Svansdóttur og Axels Helgasonar og búum við nú á jörðinni ásamt 3 börnum okkar.  

Undanfarinn ár hefur verið myndarlegur rekstur tjaldstæðis og viðburðaþjónustu á Þórisstöðum sem við höfum nú ákveðið að halda áfram. Tjaldsvæðið verður semsagt opið frá 1. maí og við verðum með hús til leigu fyrir ættarmót og aðra viðburði eins og veriðhefur undanfarinn ár.

Við munum áfram bjóða upp á munageymslu að Þórisstöðum og munu þeir hafa forgang á geymslupláss sem voru með pláss veturinn 19/20.

En til að tryggja sér pláss fyrir veturinn 20/21 biðjum við aðila um að skrá sig á eyðublað í hlekknum hér.